Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. apríl 2017 13:25
Kristófer Kristjánsson
Mourinho: Gætum fótbrotnað á leiðinni á klósettið
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Man Utd, var ekkert sérlega kátur eftir að Man Utd missteig sig enn eina ferðina á Old Trafford en auk þess bættust enn fleiri leikmenn á meiðslalista félagsins.

Wayne Rooney kom heimamönnum yfir gegn Swansea úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en enginn annar en Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin með glæsilegu aukaspyrnumarki í þeim seinni.

Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba, Marcos Rojo, Chris Smalling og Phil Jones eru meðal þeirra lykilmanna sem nú þegar eru frá vegna meiðsla en í dag þurftu þeir Luke Shaw og Eric Bailly að fara af velli og Mourinho segist ekki geta verið of gagnrýninn á leikmenn sína þegar staðan er svona.

„Við misstum leikmenn og stig þannig að þetta er vondur dagur," sagði Mourinho eftir leikinn.

„Þetta er níundi leikurinn okkar í apríl, það er ekki eðlilegt, leikmennirnir eru mjög þreyttir. Á þessari stundu getum við ekki gengið frá rúminu á klósettið án þess að fótbrotna."
Athugasemdir
banner