Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. apríl 2017 14:34
Kristófer Kristjánsson
Byrjunarlið Tottenham og Arsenal: Spenna í toppbaráttunni
Tottenham er enn þá í toppbaráttunni
Tottenham er enn þá í toppbaráttunni
Mynd: Getty Images
Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er enginn annar en Lundúnaslagurinn milli Tottenham og Arsenal.

Um er að ræða síðustu viðureign þessarra liða á White Hart Lane en Tottenham mun spila heimaleiki sína á Wembley á næsta tímabili á meðan nýr völlur er í bígerð.

Tottenham getur með sigri tryggt að liðið endi fyrir ofan fjendur sína en það hefur ekki gerst síðan 1995. Sömuleiðis þarf Tottenham sigur til að halda í við Chelsea í toppbaráttunni en Arsenal aftur á móti í hættu á að ná ekki meistaradeildarsæti.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Davies, Dier, Wanyama, Son, Eriksen, Dele, Kane

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Gabriel, Koscielny, Monreal, Oxlade-Chamberlain, Xhaka, Ramsey, Gibbs, Özil, Sanchez, Giroud
Athugasemdir
banner
banner
banner