Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. maí 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 4. sæti
Andri Fannar Freysson.
Andri Fannar Freysson.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Theodór Guðni Halldórsson.
Theodór Guðni Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4. Njarðvík 181
5. Huginn 176
6. Völsungur 129
7. Fjarðabyggð 126
8. Víðir 90
9. Sindri 79
10. Höttur 76
11. KV 72
12. Tindastóll 58

4. Njarðvík
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 2. deild
Njarðvíkingar hafa verið að glíma við falldrauginn í 2. deild undanfarin ár en í fyrra varð áttunda sætið niðurstaðan eftir ágætis endasprett.

Þjálfarinn: Rafn Markús Vilbergsson og Snorri Már Jónsson stýra Njarðvík í sameiningu. Rafn tók við af Guðmundi Steinarssyni þegar fjórir leikir voru eftir í fyrra. Undir stjórn Rafns náði Njarðvík í fimm stig í fjórum leikjum og gulltryggði sæti sitt í deildinni. Bæði Rafn og Snorri þekkja félagið inn og út eftir að hafa verið leikmenn þar í mörg ár.

Styrkleikar: Undirbúningstímabilið hefur gengið eins og í sögu hjá Njarðvíkingum en liðið var öflugt í Fótbolta.net mótinu og er komið í úrslit í Lengjubikarnum þar sem liðið mætir Víði Garði í kvöld. Öflugir leikmenn hafa bæst í hópinn í vetur ofan á þéttan kjarna sem hefur verið til staðar í liðinu undanfarin ár. Rafn og Snorri hafa náð að búa til skipulagt lið með góða liðsheild og Njarðvíkingar eru til alls líklegir í 2. deildinni í sumar.

Veikleikar: Einungis tveir sigrar komu í hús á Njarðtaksvelli í fyrra og Njarðvíkingar verða að gera miklu betur þar í ár ef þeir ætla í toppbaráttuna í sumar. Nánast allir leikmenn liðsins eru 24 ára eða yngri og reynsluleysi gæti haft áhrif í baráttunni í sumar. Stöðugleikinn hefur verið afskaplega lítill hjá Njarðvíkingum undanfarin ár og mikill munur hefur oft verið á frammistöðu liðsins á milli leikja. Það er eitthvað sem þarf að bæta.

Lykilmenn: Arnar Helgi Magnússon, Andri Fannar Freysson og Dani Cabrera Sanchez.

Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur:
„Okkur hefur gengið vel í vetur í mótum og æfingaleikjum. Við tókum þá ákvörðun að spila mikið í vetur. Þegar kemur að fyrsta leik gegn Huginn höfum við spilað 25 leiki frá því í nóvember. Við höfum æft vel í vetur við frábærar aðstæður í Reykjaneshöll, fórum í flotta æfingaferð til Malmö í Svíþjóð og til þess að auka fjölbreytnina í okkar æfingum hefur Steindór Gunnarsson yfirsundþjálfari hjá ÍRB séð um sundæfingar fyrir liðið sem hefur komið vel út."

„Njarðvíkurliðið hefur verið að rokka frá 6. – 10. sæti í 2. deild síðustu fimm ár. Fyrir tímabilið lögðum við áherslu á að halda kjarna þeirra leikmanna sem spilað hafa með liðinu síðustu ár, kjarna leikmanna sem hafa mikinn áhuga og metnað til að koma félaginu ofar, og bæta við sterkum leikmönnum, mismunandi karekturum úr mismunandi áttum til að gera atlögu að efri hluta deildarinnar. Við förum i alla leiki til að vinna og leggjum mikla áherslu á að gera heimavöllinn okkar að velli þar sem erfitt er fyrir önnur lið að sækja stig. Við teljum okkur vera með lið sem getur farið upp úr deildinni í haust og við höfum í raun allt að bera til að verða á þeim stall þegar flautað verður til leiksloka. Við erum bjartsýnir og vonumst eftir skemmtilegu sumri á völlunum og á þjóðvegum landsins."

Komnir
Arnór Björnsson frá ÍR
Atli Freyr Ottesen Pálsson frá Stjörnunni
Bergþór Ingi Smárason frá Reyni S.
Birkir Freyr Sigurðsson frá Reyni S.
Daniel Cadena Sanchez frá KF
Fjalar Örn Sigurðsson frá Kára
Georg Guðjónsson frá Fjölni
Hörður Fannar Björgvinsson frá KR
Ingibergur Kort Sigurðsson frá Fjölni (Á láni)
Jón Veigar Kristjánsson frá FH
Sigurður Þór Hallgrímsson frá Víði

Farnir
Ari Steinn Guðmundsson frá Keflavík (Var á láni)
Arnór Svansson hættur
Gísli Freyr Ragnarsson hættur
Hafsteinn Gísli Valdimarsson frá ÍBV (Var á láni)
Harrison Hanley
Óðinn Jóhannsson frá Reyni S. (Var á láni)
Ómar Jóhannsson hættur
Patrik Snær Atlason frá Gróttu

Fyrstu leikir Njarðvíkur
6. maí Huginn – Njarðvík
13. maí Njarðvík – Sindri
20. maí Tindastóll – Njarðvík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner