Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 02. maí 2017 06:30
Benóný Þórhallsson
Myndaveisla: Grindavík og Stjarnan mættust í rigningu og roki
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Grindavík komst yfir eftir hálftíma leik, er þeir fengu vítaspyrnu og úr henni skoraði Alexander Veigar Þórarinsson nokkuð örugglega

Baldur Sigurðsson jafnaði fyrir Stjörnuna skömmu seinna en áður en dómarinn flautaði til hálfleiks skoraði Magnús Björgvinsson fallegt mark og kom þeim gulklæddu í forustu á ný.

Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn. Daníel Laxdal skoraði svo loks eftir mikinn hamagang í teignum.

Lokatölur urðu 2-2 í Grindavík og bæði lið væntanlega ánægð með stigið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner