Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   mið 03. maí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Þetta er þrefalt brot
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, segir það hafa verið þungt högg að horfa aftur á jöfnunarmark Stjörnunnar í sjónvarpi eftir leik liðanna á mánudag.

Daníel Laxdal jafnaði undir lokin en Grindvíkingar vildu bæði fá brot og rangstöðu í aðdraganda marksins.

„Það er þrefalt brot í þessu tilfelli en við fengum ekkert og þeir jöfnuðu. Þannig er staðan," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, við Fótbolta.net í dag.

„Í aðdragandanum að aukaspyrnunni er Gunni Þorsteins rifinn niður, svo er rangstaða og þar á eftir er keyrt inn í markvörðinn hjá okkur. Þetta er þrefalt brot."

„Þetta er bara hluti af leiknum og við dveljum ekkert við þetta. Það er bara áfram gakk."

Smelltu hér til að horfa á markið á Vísi

Grindvíkingar hafa lengi verið í leit að varnarmanni og sú leit stendur ennþá yfir.

„Við erum með ákveðna leikmenn í sigtinu og erum að vinna í þessum málum. Það er betra að vanda sig en flýta sér og taka eitthvað sem virkar ekki. Við erum að vanda okkur og skoða þetta vel," sagði Óli.

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Víkingi R. á mánudaginn. Andri Rúnar Bjarnason meiddist gegn Stjörnunni og óvíst er með þátttöku hans í næsta leik. Fyrir á meiðslalistanum eru Rodrigo Gomes Mateo, Juan Ortiz Jimenez og Marinó Axel Helgason.

„Við erum með ágætis hóp og fyllum upp í þessi skörð fyrir næsta leik. Rodri er líklega næstur inn og hann er spurningamerki fyrir Víkings leikinn," sagði Óli.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.



Athugasemdir