Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 03. maí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Þetta er þrefalt brot
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, segir það hafa verið þungt högg að horfa aftur á jöfnunarmark Stjörnunnar í sjónvarpi eftir leik liðanna á mánudag.

Daníel Laxdal jafnaði undir lokin en Grindvíkingar vildu bæði fá brot og rangstöðu í aðdraganda marksins.

„Það er þrefalt brot í þessu tilfelli en við fengum ekkert og þeir jöfnuðu. Þannig er staðan," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, við Fótbolta.net í dag.

„Í aðdragandanum að aukaspyrnunni er Gunni Þorsteins rifinn niður, svo er rangstaða og þar á eftir er keyrt inn í markvörðinn hjá okkur. Þetta er þrefalt brot."

„Þetta er bara hluti af leiknum og við dveljum ekkert við þetta. Það er bara áfram gakk."

Smelltu hér til að horfa á markið á Vísi

Grindvíkingar hafa lengi verið í leit að varnarmanni og sú leit stendur ennþá yfir.

„Við erum með ákveðna leikmenn í sigtinu og erum að vinna í þessum málum. Það er betra að vanda sig en flýta sér og taka eitthvað sem virkar ekki. Við erum að vanda okkur og skoða þetta vel," sagði Óli.

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Víkingi R. á mánudaginn. Andri Rúnar Bjarnason meiddist gegn Stjörnunni og óvíst er með þátttöku hans í næsta leik. Fyrir á meiðslalistanum eru Rodrigo Gomes Mateo, Juan Ortiz Jimenez og Marinó Axel Helgason.

„Við erum með ágætis hóp og fyllum upp í þessi skörð fyrir næsta leik. Rodri er líklega næstur inn og hann er spurningamerki fyrir Víkings leikinn," sagði Óli.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner