Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 19. maí 2017 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Glódís Perla spáir í 5. umferð í Pepsi-deild kvenna
Glódís Perla spáir í 5. umferðina í Pepsi-deild kvenna.
Glódís Perla spáir í 5. umferðina í Pepsi-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Guðný enn eitt markið sitt?
Skorar Guðný enn eitt markið sitt?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld hefst 5. umferð Pepsi-deildar kvenna með einum leik á Gaman ferða vellinum. Umferðin lýkur síðan á morgun með fjórum leikjum.

Glódís Perla Viggósdóttir landsliðskona spáir í spilin fyrir fimmtu umferðina í dag.

Haukar 1 - 4 Breiðablik (í kvöld 19:15)
Þriggja marka þægilegur sigur fyrir Blika. Ingibjörg setur eitt og Begga frænka skorar þrennu. Haukar ná að pota einu inn.

Fylkir 1 - 3 Valur (á morgun, 14:00)
Valsstelpur verða að ná sér í þrjú stig í þessum leik ef þær ætla að koma sér upp í toppbaráttuna. Margrét Lára kemur sínu liði aftur á sporið með aukaspyrnu upp í skeytin.

ÍBV 1 - 1 FH (á morgun, 14:00)
Þetta verður jafn og spennandi leikur. Eyjastelpur eru sterkar á heimavelli og FH búnar að vera á flottu róli hingað til. Sísí mun ráða ríkjum á miðjunni en Guðný mun setjann fyrir FH.

Stjarnan 4 - 0 Grindavík (á morgun, 14:00)
Stjarnan á að klára þennan leik á heimavelli nokkuð sannfærandi. Katrín Ásbjörns. og Agla María henda í tvö tikitaka mörk en Anna María verður spútnik leikmaður vallarins og skorar tvö.

KR 1 - 3 Þór/KA (á morgun, 16:00)
Þór/KA eru búnar að koma skemmtilega á óvart og eru líklega með eitt besta liðið í deildinni á meðan KR eru ekki búnar að vera sannfærandi. Væri gaman að sjá bæði Söndru Maríu og Hólmfríði koma inná og setja mark sitt á leikinn.

Fyrri spámenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir (4 réttir)
Jón Páll Pálmason (3 réttir)
Eiður Benedikt Eiríksson (3 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner