banner
   fös 19. maí 2017 14:55
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Ajax á ekki að vera í Evrópudeildinni
Danski framherjinn Kasper Dolberg fagnar vel og innilega í Evrópudeildinni á dögunum.
Danski framherjinn Kasper Dolberg fagnar vel og innilega í Evrópudeildinni á dögunum.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, segir að hollenska liðið Ajax eigi ekkert erindi í að spila í Evrópudeildinni.

Ajax fór í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en tapaði fyrir Rostov samanlagt, 5-2. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en rússneska liðið kláraði síðari leikinn 4-1.

Hollenska liðið fór því inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en flestum ætti nú að vera kunnugt að liðið er komið í úrslitaleik keppninnar þar sem það mætir Manchester United í á Friends-leikvanginum í Svíþjóð.

Mourinho er ósáttur við það að lið eigi möguleika á því að leika í tveimur Evrópukeppnum á sama tímabilinu.

„Þetta er Meistaradeildarlið, liðið kemur úr Meistaradeildinni," sagði Mourinho.

„Ég hef alltaf verið ósammála þessu. Mér finnst að lið eigi ekki að spila í tveimur Evrópukeppnum á sama tímabilinu."

„Ég er á þeirri skoðun að ef að lið kemst ekki í gegnum forkeppni Meistaradeildarinnar þá eigi það lið ekki að spila í annarri Evrópukeppni. Evrópudeildin er fyrir lið sem hafa verið þar frá byrjun, svona eins og við. Við enduðum í fimmta sæti á síðasta tímabili og þess vegna fórum við í Evrópudeildina," sagði Mourinho í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner