Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. maí 2017 09:25
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Enska hringborðið og Ásgeir Sigurgeirs í útvarpinu í dag
Mynd: Fótbolti.net
Enski boltinn og Pepsi-deildin verða í brennidepli í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag laugardag. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson standa vaktina alla laugardaga milli 12 og 14.

Kristján Atli Ragnarsson á kop.is og Tryggvi Páll Tryggvason á raududjoflarnir.is mæta við enska hringborðið en það er komið að síðasta fjórðungsuppgjöri tímabilsins.

Hitað verður upp fyrir lokaumferðina og þeir félagar fara yfir tímabilið með því að velja lið ársins, leikmann ársins, stjóra ársins, besta unga leikmanninn og mesta floppið.

Farið verður yfir 4. umferð Pepsi-deildarinnar með sérfræðingi og Ásgeir Sigurgeirsson leikmaður KA verður á línunni en KA-menn eiga stórleik gegn Stjörnunni á sunnudagskvöld.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner