Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 19. maí 2017 16:30
Brynjar Ingi Erluson
17 ára varnarmaður Ajax skýtur á Pogba
Paul Pogba er dýrasti leikmaður heims.
Paul Pogba er dýrasti leikmaður heims.
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt í leik með Ajax. Með honum á myndinni eru þeir Bertrand Traore og Davinson Sanchez.
Matthijs de Ligt í leik með Ajax. Með honum á myndinni eru þeir Bertrand Traore og Davinson Sanchez.
Mynd: Getty Images
Sálfræðistríðið á milli Ajax og Manchester United er hafið fyrir úrslitaleik þessara liða í Evrópudeildinni en liðin mætast 24. maí á Vinavöllum í Stokkhólmi.

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hefur komið sér í sviðsljósið á þessu tímabili með Ajax en hann er leika sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki.

Hann hefur leikið 17 leiki fyrir Jong Ajax sem leikur í næst efstu deild í Hollandi og þá á hann 22 leiki fyrir aðalliðið, auk þess sem hann hefur gert þrjú mörk.

Hann lék eftirminnilega með unglinga- og varaliði Ajax gegn Breiðablik í Evrópukeppni unglingaliða en hann skoraði einmitt í því einvígi.

De Ligt skýtur nú föstum skotum á Paul Pogba, miðjumann United, er hann var spurður út upphæðina sem United borgaði fyrir franska undrið.

United borgaði metfé fyrir Pogba sem nemur tæplega 90 milljónum punda.

„Ég hef aldrei séð poka sem er fullur af peningum skora mörk, svona eins og Johan Cruyff sagði eitt sinn," sagði De Ligt.

„Ef við sýnum hugrekki í leiknum þá eigum við góðan möguleika," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner