Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. maí 2017 16:40
Magnús Már Einarsson
Geoffrey gæti misst af fyrri umferðinni - Róbert einnig meiddur
Geoffrey Castillion.
Geoffrey Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðsli Geoffrey Castillion, framherja Víkings, líta ekki vel út og möguleiki er á að hann verði ekkert meira með Víkingi í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar.

Geoffrey meiddist á hné eftir samstuð við Devon Már Griffin í leik gegn ÍBV á sunnudag sá síðarnefndi fótbrotnaði og verður frá út tímabilið. Víkingar höfðu strax áhyggjur af meiðslum Geoffrey og þær áhyggjur hafa ekki minnkað eftir rannsóknir í vikunni.

„Hann verður frá í töluverðan tíma. Það er ekki búið að setja vikufjölda á það en ég óttast að hann missi af fyrri umferðinni," sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Geoffrey, sem ólst upp hjá stórliði Ajax í Hollandi, hafði byrjað af krafti með Víkingi í Pepsi-deildinni. Hann skoraði sigurmarkið gegn KR í fyrstu umferðinni og var einnig á skotskónum gegn Grindavík í annarri umferðinni áður en hann meiddist í Eyjum um helgina.

Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkings, var borinn meiddur af velli í bikarsigrinum á Haukum í vikunni og hann verður væntanlega ekki með gegn Breiðabliki á sunnudag.

„Það þarf eitthvað kraftaverk til að hann spili um helgina. Átti ekki að Hólmbert (Aron Friðjónsson) að vera frá í 6 vikur um daginn og svo spilaði hann næsta leik? Kraftaverkin gerast," sagði Haraldur léttur í bragði.

Markvörðurinn ungi Kristófer Karl Jensson leysti Róbert af hólmi gegn Haukum og hann verður væntanlega í markinu gegn Blikum.

sunnudagur 21. maí
14:00 Víkingur Ó.-ÍBV (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
20:00 Stjarnan-KA (Samsung völlurinn)

mánudagur 22. maí
19:15 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
19:15 ÍA-Grindavík (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner