Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. maí 2017 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Usmanov reynir að eignast meirihluta í Arsenal
Alisher Usmanov, einn af eigendum Arsenal.
Alisher Usmanov, einn af eigendum Arsenal.
Mynd: Getty Images
Auðkýfingurinn og einn af eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, Alisher Usmanov, hefur lagt fram tilboð upp á einn milljarð punda í enska félagið til þess að eignast meirihluta. Það er fréttastofa Sky sem greinir frá þessu.

Usmanov, sem er fæddur í Úsbekistan, er í hópi auðugustu manna í Rússlandi og víðar en hann á 30 prósent hlut í Arsenal.

Bandaríski viðskiptamaðurinn Stan Kroenke á rúmlega 67 prósent hlut í Arsenal en hann hefur þótt umdeildur í gegnum árin. Hann hækkaði miðaverð hjá félaginu, veikti liðið og lét þá einu sinni út úr sér að hann keypti ekki Arsenal til þess að vinna titla.

Nú hefur Usmenov lagt fram tilboð í Arsenal upp á einn milljarð punda til þess að eignast meirihluta í félaginu.

Það er þó búist við því að Kroenke hafni tilboðinu en hann segist ekki hafa áhuga á því að selja hlut sinn.

Þeim félögunum hefur ekki alltaf komið saman en Usmanov telur að félagið þurfi að leggja meiri pening í leikmannakaup. Hann gaf í skyn að árangur Arsenal á tímabilinu sé ekki endilega Arsene Wenger, knattspyrnustjóra félagsins, að kenna. Hann telur að stjórnin eigi þar stóran þátt í gengi liðsins.
Athugasemdir
banner