Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 19. maí 2017 21:58
Arnar Daði Arnarsson
Kjartan: Getum sagt að þetta séu pínu vonbrigði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kjartan Stefánsson þjálfari Hauka var að vonum svekktur eftir 3-1 tap gegn Breiðablik í kvöld. Fyrirfram ekki margir sem bjuggust við öðru en sigri Blika, en eftir að hafa verið yfir í hálfleik var fúlt fyrir Haukaliðið að tapa leiknu,.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  3 Breiðablik

„Maður gældi við það á ákveðnum tímapunkti að við værum kannski að fara taka stig. Þetta leit svoleiðis út. Þær voru hinsvegar búnar að liggja lengi á okkur og við áttum nokkur tækifæri en þær voru mikið meira með boltann og við færðum liðið fram og til baka. Við bjuggumst við að leikurinn yrði svona, en við getum sagt að þetta séu pínu vonbrigði."

Fyrri og seinni hálfleikirnir byrjuðu keimlíkt. Breiðablik sótti af krafti og vörn og miðjulína Hauka var ansi aftarlega.

„Við vorum alltof, alltof aftarlega og við töluðum um að við þyrftum að mæta þeim framar. Þetta einkennir svolítið reynslulítið lið. Þrátt fyrir að maður sé búinn að fara yfir ákveðna punkta þá mætum við þeim ekki nægilega framarlega og þar af leiðandi er línan orðin alltof aftarlega."

Haukaliðið hefur sýnt það í upphafi móts að þrátt fyrir að vera enn stigalausar þá geta þær sýnt öllum liðum í deildinni mótspyrnu. Það er hinsvegar ekki spurt um það. Það eru stigin sem skipta máli.

„Við ætlum að halda okkur í deildinni. Við ætlum að reyna að halda okkur í deildinni. Markmið númer eitt er að búa til sterkara Haukalið. Við gætum hangið í deildinni og keypt einhverja útlendinga. Hvað erum við þá að gera með uppaldna leikmenn og leikmenn sem við ætlum að byggja upp á og búa til. Ef það gengur ekki, þá förum við niður en þá er klárt að við förum aftur upp," sagði Kjartan þjálfari Hauka að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner