Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   fös 19. maí 2017 22:43
Mist Rúnarsdóttir
Helena Ólafs: Það ætla allir að fara upp
Helena fer vel af stað með ÍA
Helena fer vel af stað með ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég er mjög sátt við að vera komin með sex stig og það var flottur fyrsti leikur sem við áttum. Ég var nú ekki eins ánægð með þennan. Ég held að við höfum verið pínu heppnar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA, eftir 2-1 sigur á ÍR fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  2 ÍA

„Ég hugsa nú að við höfum átt fleiri færi í leiknum en við náðum aldrei að hrista þær af okkur. 1-0 forysta er ekki mikið og ekki 2-1 þannig að þessi leikur var alveg í járnum og ÍR-liðið er mjög sterkt. Ég held að þær eigi eftir að taka fullt af stigum í þessum leikjum og ég held að þessi lið sem er spáð fimm efstu sætunum, jafnvel sex, geti öll unnið hvort annað.“

ÍA liðið var sterkara framan af en leikurinn jafnaðist mikið í síðari hálfleik. Við spurðum Helenu hvað hún hafi lagt upp með fyrir leik.

„Uppleggið var svipað og við höfum verið að gera. Reyna að halda í boltann og spila honum á milli okkar. Mér fannst við of hægar í þessum leik og ég veit ekki. Við erum náttúrulega að fara út eins og hin liðin og það er breyting frá því að fara af gervigrasi yfir á gras og allskonar. Það getur margt spilað inní en við áttum ekki góðan leik. Ég fer ekki ofan af því og stelpurnar vita það alveg.“

Helena gerði tvær breytingar í hálfleik en í 1. deild má nota fimm skiptingar og því hægt að nota þær á frjálslegri máta en í efstu deild.

„Það er þétt prógramm og í 1. deild máttu nota fimm skiptingar. Við erum með hörkubekk og það er engin ástæða til að hvíla alla. Ég var ekkert óánægð með þær sem fóru útaf en það þarf að deila þessu niður.“

Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel hjá ÍA en ÍR jafnaði fljótlega. Fór ekkert um Helenu þegar það gerðist?

„Mér fannst það klaufalegt. Við vorum nýkomnar úr hálfleik. Staðráðnar í að bæta í og þetta var klaufamark. Þær vita það í vörninni. Þær blindast af sólinni. Við erum náttúrulega óvanar henni. Það er ekki búið að vera mikið af henni,“ sagði Helena og glotti en bætti við: „En þær komast inn í leikinn og það gefur þeim kraft. Þú vilt ekki gefa liði kraft strax í upphafi. Já, það fór alveg um mig en ég vissi alltaf að við myndum skora. En Eva var frábær í markinu hjá þeim ásamt varnarleik liðsins hjá ÍR. Við áttum erfitt. Það er bara þannig.“

Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum en í herbúðum ÍA eru leikmenn sem geta töfrað fram tilþrif sem geta lokað jöfnum leikjum og markið sem skildi liðin að á endanum kom einmitt eftir einstaklingsframtak hjá Bergdísi Fanney.

„Hún getur það svo vel. Hún var búin að eiga þarna færi áður og var óhress með það og eins og maður segir alltaf þá þarf bara að nýta næsta séns. Hann kom og þetta var svona af dýrari gerðinni. Skot utan af velli en virkilega vel gert.“

Við spurðum Helenu að lokum út í deildina en hún býst við skemmtilegu fótboltasumri.

„Ég held að þetta verði rosa skemmtilegt. Ég er ofsalega glöð að það sé búið að breyta þessu og það séu þrjár deildir. Það eru öll liðin að leggja rosalegan metnað í liðin sín og það ætla allir að fara upp. Ég var pínu hissa hvað okkur var spáð miklu gengi af því að liðin eru að fá sér útlendinga og það er verið að leggja mikinn metnað í þetta. Við gerum það að sjálfsögðu líka. En eins og ég sagði áðan þá eru svona 5-6 lið sem geta farið upp. Það er bara staðreynd.“

„Það er alltaf markmiðið (að fara upp) og ég held að það sé markmiðið hjá öllum þessum liðum. En við erum að byggja upp og þið sjáið að við erum ekki með útlendinga og við erum með nánast hreinræktað skagalið. Það er kannski það sem við erum að leggja áherslu á. Þú vilt ekki fara upp og þurfa að bæta við þig fimm leikmönnum til að hanga þar og hanga svo ekki. Þannig að við þurfum svolítið að byggja á framtíðinni og það er allavegana hugsunin en auðvitað viljum við fara upp.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner