Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 19. maí 2017 23:25
Brynjar Ingi Erluson
1. deild kvenna: Annar sigur ÍA - Selfoss vann
Karitas Tómasdóttir skoraði fyrir Selfyssinga í kvöld
Karitas Tómasdóttir skoraði fyrir Selfyssinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en ÍA og Selfoss náðu í góða sigra.

Selfoss vann Víking Ólafsvík með fjórum mörkum gegn engu en Barbára Sól Gísladóttir gerði tvö mörk á meðan þær Karitas Tómasdóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir gerðu sitt markið hvor.

ÍA lagði ÍR 2-1. Heiðrún Sara Guðmundsdóttir kom Skagakonum yfir áður en Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir jafnaði metin. Bergdís Fanney Einarsdóttir tryggði þó Skagakonum sigur, annar sigur þeirra af tveimur mögulegum.

Keflavík vann Tindastól 1-0. Katla María Þórðardóttir skoraði sigurmarkið á 73. mínútu.

Keflavík, HK/Víkingur og ÍA eru einu þrjú liðin sem hafa unnið alla leiki sína.

Úrslit og markaskorarar af Úrslit.net:

ÍR 1 - 2 ÍA
0-1 Heiðrún Sara Guðmundsdóttir (´30)
1-1 Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (´48)
1-2 Berdís Fanney Einarsdóttir (´59)

Tindastóll 0 - 1 Keflavík
0-1 Katla María Þórðardóttir (´73)

Víkingur Ó. 0 - 4 Selfoss
0-1 Barbára Sól Gísladóttir (´11)
0-2 Karitas Tómasdóttir (´15)
0-3 Kristrún Rut Antonsdóttir (´62)
0-4 Barbára Sól Gísladóttir (´65)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner