mán 22. maí 2017 15:07
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmunds: Maður skilur Milos
Milos tók við Breiðabliki í dag.
Milos tók við Breiðabliki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að þjálfa Breiðablik er svolítið spennandi. Þú ert með alla þessa aðstöðu og gott unglingastarf eins og við þekkjum. Þetta er mun meira spennandi en að vera þjálfari Víkings, með fullri virðingu fyrir þeim. Maður skilur Milos. Ég myndi segja að þetta væri skref upp á við fyrir hann á þjálfaraferlinum," sagði Tryggvi Guðmundsson sérfræðingur Fótbolta.net í dag um tíðindi dagsins úr Kópavogi.

Milos Milojevic er tekinn við liði Breiðabliks en hann hætti sem þjálfari Víkings R. á föstudaginn.

„Ég held að það sé alveg ljóst að Milos hafi sagt upp hjá Víkingum vegna þess að þetta væri að fara að gerast. Auðvitað er maður bara að giska en ég held að maður labbi ekki frá starfi eins og þjálfari Víkings nema eitthvað annað bíði handan við hornið."

Breiðablik landaði fyrsta sigri sumarsins í Pepsi-deildinni í gær þegar liðið lagði Víking R. 3-2. Tryggvi telur að Breiðablik geti komist í gang með nýjum þjálfara.

„Það er alltaf þannig þegar það kemur nýr þjálfari þá setja allir sig í gírinn og vilja sýna og sanna sig upp á nýtt. Við höfum aldrei efast um hæfileikana sem hafa búið í þessu Blikaliði. Á pappírnum er þetta gott lið en það var einhver deyfð yfir þessu. Ég reikna með að þetta fari í gang aftur núna," sagði Tryggvi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner