Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. maí 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkir Angel Gomes við Iniesta og David Silva
Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney.
Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Paul McGuinness, fyrrum unglingaþjálfari hjá Manchester United, hefur mikla mætur á hinum efnilega Angel Gomes. Hann segir að hann geti farið langt í boltanum og líkir honum við þá bestu.

McGuinness þjálfaði í akademíunni hjá Man Utd í 23 ár og hann átti þátt í að koma leikmönnum eins og Gomes, Marcus Rashford og Paul Pogba fram á sjónarsviðið. Hann þjálfaði þá og fleiri.

Hinn 16 ára gamli Gomes varð á sunnudag yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir aðallið United frá því Duncan Edwards spilaði sinn fyrsta leik árið 1953. Gomes varð fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur er árið 2000 til að spila í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann er með alvöru hæfileika," sagði McGuiness. „Ef hann kæmi frá Brasilíu þá væri fólk að missa vatnið yfir honum, ef hann væri nokkrum sentimetrum hærri, þá væri fólk að sturlast."

„Þetta er kannski bara svona í landinu okkar. Fólk efast um leikmenn ef þeir eru lágvaxnir, en enginn efast um Andres Iniesta og David Silva. Hann getur orðið þannig leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner