Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal á eftir nígerískum sóknarmanni
Onyekuru í leik með KAS Eupen.
Onyekuru í leik með KAS Eupen.
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar að reyna að kaupa Henry Onyekuru, nígerískan sóknarmann KAS Eupen í Belgíu, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Þessi 19 ára gamli strákur er markahæsti leikmaðurinn í belgísku úrvalsdeildinni, en hann hefur skorað 22 mörk í deildinni.

Hann hefur sagt umboðsmanni sínum það að hann vilji spila á Englandi og nokkur lið þar hafa áhuga á að fá hann. Everton, Southampton og West Brom eru áhugasöm, sem og Arsenal.

Samkvæmt frétt Sky Sports er það Arsenal sem leiðir kapphlaupið um Onyekuru, sem vill eins og áður segir spila á Englandi.

Onyekuru, sem er með riftunarákvæði upp á 6,8 milljónir punda í samningi sínum, hefur nú þegar hafnað Club Brugge og Anderlecht.


Athugasemdir
banner