Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 22. maí 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wijnaldum keypti fótboltaskó fyrir 11 ára strák
Wijnaldum gerði góðverk.
Wijnaldum gerði góðverk.
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum, leikmaður Liverpool, komst í fréttirnar í dag. Hann var í Adidas-búðinni í Liverpool og rakst þar á 11 ára gamlan pilt frá Limerick, sem er borg á Írlandi.

Strákurinn, sem heitir Paddy Mackessy, var mættur til Liverpool ásamt móður sinni, en hann fylgdist með leik Liverpool og Middlesbrough í gær. Liverpool vann leikinn 3-0.

Mackessy kíkti svo í Adidas-búðina í dag og skoðaði þar fótboltaskó. Wijnaldum sá það og bauðst til þess að kaupa skó fyrir hann.

„Hann sagði við Paddy 'finnst þér þetta flottir skór?' og Paddy sagði 'já'," sagði móðir stráksins í útvarpsviðtali í dag.

Wijnaldum keypti skóna fyrir hann, en þeir kostuðu 300 pund, eða rétt tæplega 40 þúsund íslenskar krónur.

Hér að neðan má sjá mynd af félögunum.



Athugasemdir
banner
banner