Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. maí 2017 08:50
Magnús Már Einarsson
Mirror: Everton búið að semja um kaup á Gylfa
Mynd: Getty Images
Enska blaðið Daily Mirror segir frá því dag að Everton hafi náð samkomulagi um að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 25 milljónir punda.

Mirror segir að Everton vilji ganga frá skiptunum sem fyrst en Tottenham og Southampton hafa líka sýnt Gylfa áhuga að undanförnu.

Mirror heldur því fram að Gylfi vilji fá meira en 120 þúsund pund í laun á viku og að viðræður séu í gangi um laun hans.

Gylfi er í dag með 80 þúsund pund í laun á viku hjá Swansea.

Gylfi var maðurinn á bakvið það að Swansea hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en hann var valinn leikmaður tímabilsins hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner