Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 23. maí 2017 21:50
Stefnir Stefánsson
Stóri Sam að hætta í þjálfun
Hættur í boltanum?
Hættur í boltanum?
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce sagði óvænt starfi sínu lausu fyrr í dag eftir að hafa gert fína hluti með Crystal Palace á tímabilinu.

Allardyce tjáði eiganda Crystal Palace það að hann hyggðist hætta með liðið á fundi sem þeir áttu fyrr í dag. En hann tók við Crystal Palace í desember síðastliðinn, innan við þremur mánuðum eftir að hann var rekinn úr starfi sem þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu.

Hann tók við Palace þegar liðið var í sautjánda sæti deildarinnar og í harðri botnbaráttu en eins og honum einum er lagið tókst honum að bjarga þeim frá falli og rúmlega það. En liðið endaði tímabilið í fjórtánda sæti.

„Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun að taka af sumu leyti en af öðru leyti þá var hún það." sagði Allardyce þegar hann var spurður út í ákvörðun sína fyrr í dag.

„Ég verð Crystal Palace og Steve Parish ævinlega þakklátur fyrir að gefa mér tækifæri á að taka við liðinu á þessum tímapunkti. Ég er stoltur af því og get haldið höfðinu hátt eftir að hafa bjargað liðinu frá falli." hélt Allardyce áfram.

„Það kemur tími í hvers manns lífi þar sem að maður verður að hugsa hvað maður vill í raun og veru gera. Af því leytinu til var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig" sagði Allardyce sem virtist nokkuð brattur.

„Ég vil njóta lífsins á meðan ég er enn nokkuð ungur og hef enn heilsu til að gera hluti sem mig hefur alltaf langað til að gera."

„Meðan ég hef enn orku og kraft þá vil ég ferðast, eyða meiri tíma með fjölskyldu minni og barnabörnum ánþess að þurfa að hugsa út í alla pressuna sem fylgir því að þjálfa knattspyrnulið. Ég skulda konunni minni það." sagði Allardyce sem er orðinn 62 ára gamall.

„Þetta er rétti tíminn fyrir mig til að stíga til hliðar. Ég veit það í hjarta mínu. Ég hef engann metnað fyrir því að taka við öðru knattspyrnuliði, ég vil einfaldlega njóta þeirra hluta sem ekki er hægt að gera sem knattspyrnustjóri, hvað þá knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni." sagði Allardyce að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner