þri 23. maí 2017 23:00
Stefnir Stefánsson
Moyes vill taka við Skotlandi
Moyes næsti þjálfari Skotlands?
Moyes næsti þjálfari Skotlands?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fjölmiðlum á Bretlandseyjum er David Moyes á eftir starfi þjálfara skoska landsliðsins. En Moyes sagði starfi sínu sem knattspyrnustjóri Sunderland lausu nú á dögunum eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Gordon Strachan er stjóri skoska landsliðins en háværar sögusagnir eru í gangi þess efnis að hann hætti með liðið takist liðinu ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið.

Moyes er sem áður segir með mikinn áhuga fyrir því að taka við skoska landsliðinu en hann er nú sem stendur í fríi með fjölskyldu sinni.

Skotar eiga leik við Englendinga á Hampden Park þann 10. júní næstkomandi og tapi liðið þeim leik er talið ansi líklegt að Strachan verði látinn taka pokann sinn eftir fjögur og hálft ár í starfi.

Þeir eru sem stendur í fjórða sæti undanriðilsins og er kominn gríðarleg pressa á Strachan eftir slæmt gengi að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner