Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. maí 2017 14:42
Magnús Már Einarsson
Missir af bikarúrslitum eftir tattú - Sendur aftur til Man Utd
Guillermo Varela.
Guillermo Varela.
Mynd: Getty Images
Guillermo Varela missir af bikarúrslitaleik Eintracht Frankfurt og Borussia Dortmund um helgina af óvenjulegum ástæðum.

Hinn 24 ára gamli Varela hefur verið í láni hjá Frankfurt frá Manchester United. Hann vildi ólmur fá sér tattú í vikunni þrátt fyrir að forráðamenn Frankfurt hafi lagst gegn því.

Varela fékk sýkingu í höndina eftir að hafa farið í tattú og það þýðir að hann spilar ekki um helgina. Frankfurt hefur ákveðið að senda Varela aftur til Manchester United eftir þessa uppákomu.

„Félagið getur ekki samþykkt það að leikmaður fari ekki eftir leiðbeiningum. Við vorum að hugsa um að framlengja lánssamninginn en það gerist ekki núna," sagði Fredi Bobic yfirmaður íþróttamála hjá Frankfurt.

Varela hefur spilað síðustu fimm leiki með Frankfurt en Úrúgvæinn mun nú ekki leika meira með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner