Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. maí 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Terry alveg sama um gagnrýni á kveðjuskiptinguna
Skniptingin í leiknum á sunnudaginn.
Skniptingin í leiknum á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
John Terry, varnarmaður Chelsea, segist vera slétt sama um gagnrýni sem hann hefur fengið eftir lokaleik sinn á Stamford Bridge um helgina.

Chelsea og Sunderland ákváðu þá að sparka boltanum út af á 26. mínútu til að Terry fengi heiðursskiptingu. Terry hefur spilað í treyju númer 26 hjá Chelsea síðan árið 1998.

„Mér er sama hvað öðrum finnst. Þetta var fögnuður á milli mín og stuðningsmanna Chelsea. Ég hef verið hjá þessu fótboltafélagi í 22 ár og í hreinskilni sagt gæti mér ekki verið meira sama um það hvað annað fólk segir," sagði Terry.

„Það er sérstakt samband milli mín og stuðningsmanna Chelsea. Þeir vita hvað þetta þýðir fyrir mig og þeir gáfu mér ótrúlega kveðjustund. Ég vil þakka þeim fyrir þetta ótrúlega augnablik sem ég mun aldrei gleyma."
Athugasemdir
banner
banner