Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. maí 2017 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Meira frá Mourinho: Félagið er með kauplistann minn
Jose Mourinho segir að félagið sé með kauplistann hans
Jose Mourinho segir að félagið sé með kauplistann hans
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, segir að stjórn United sé með kauplistann hans í sumar, en hann er nú kominn í gott sumarfrí.

United endaði tímabilið í kvöld með þriðja bikarnum en liðið vann deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn áður en liðið tók Evrópudeildina í kvöld.

United vann Ajax 2-0 þar sem Paul Pogba og Henrik Mkhitaryan skoruðu mörkin en Mourinho segir þetta tímabil hafa verið það erfiðasta á ferlinum.

Þá vonast hann einnig til þess að halda Wayne Rooney hjá félaginu og kauplistinn hans er klár. Talið erað félagið hafi mikinn áhuga á Antoine Griezmann hjá Atlético Madrid, Kylian M'bappe Lotin hjá AS Monaco og Radja Nainggolan hjá Roma. Þá hefur James Rodriguez hjá Real Madrid verið nefndur.

„Þrír titlar og Meistaradeild. Ég gæti ekki verið ánægðari á mínu erfiðasta tímabili á ferlinum," sagði Mourinho.

„Ed Woodward er með listann minn og veit hvað ég vil fá. Þetta er núna undir honum komið og stjórninni en mér er sama um fótbolta akkúrat núna."

„Wayne Rooney var klár til þess að spila og var gott að hafa möguleika á að spila honum en ég þurfti ekki að sækja í stöðunni 2-0. Ég sagði honum í gær að hann gæti verið lykilmaður en hann getur auðvitað verið hér á næstu leiktíð."

„Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur og ef hann ákveður að vera áfram þá yrði ég mjög ánægður með það,"
sagði Mourinho í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner