Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. maí 2017 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan óviss með framhaldið
Zlatan Ibrahimovic með bikarinn
Zlatan Ibrahimovic með bikarinn
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United á Englandi, er enn óviss með framhaldið. Hann sagði frá þessu í viðtali eftir Evrópudeildarsigur United.

United vann Evrópudeildina í kvöld eftir 2-0 sigur á Ajax en Paul Pogba og Henrik Mkhitaryan gerðu mörkin.

Þetta var þriðji titill United á tímabilinu en Zlatan Ibrahimovic hjálpaði liðinu að sigra þá alla.

Hann skoraði 28 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum en meiddist í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Anderlecht og missti því af restinni af tímabilinu.

Hann meiddist illa á hné og var búist við að hann yrði mjög lengi frá en endurhæfingin gengur vel hjá honum og vonast hann til að komast á völlinn í sumar.

„Ég verð kominn aftur á völlinn á næstu vikum. Hvar mun ég spila? Við skulum sjá til með það," sagði Zlatan við Sky Italia.
Athugasemdir
banner
banner
banner