fim 25. maí 2017 12:00
Stefnir Stefánsson
Llorente ræðir um hversu nálægt hann var að fara til Chelsea
Llorente og Gylfi mynduðu eitrað teymi á þessu tímabili
Llorente og Gylfi mynduðu eitrað teymi á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Fernando Llorente ræddi í gær við spænska útvarpsstöð þar sem hann útskýrði hversu nálægt því hann var að ganga til liðs við Chelsea áður en hann ákvað síðan að vera um kjurrt hjá Swansea.

Llorente var frábær á tímabilinu en hann skoraði 15 mörk í 33 leikjum og var stór partur af því að Swansea héldu sæti sínu í deildinni.

Llorente greindi frá því að Antonio Conte hefði haft mikinn áhuga á að fá hann til félagins en þeir unnu saman hjá Juventus á sínum tíma.
„Conte þekkir mig frá tíma okkar sem við eyddum saman hjá Juventus. Chelsea reyndu að fá mig í janúarglugganum en Swansea vildu ómögulega selja. Maður veit ekkert hvað getur gerst í sumar hinsvegar." sagði Llorente sem virtist alls ekki útiloka brottför frá Swansea.

En þrátt fyrir það kveðst Llorente vera ánægður hjá Swansea og hann segist einnig lýta björtum augum á framtíð sína hjá félaginu en hann á eitt ár eftir af samningi við félagið.

„Ég á eitt ár eftir af samningni mínum og ég er mjög ánægður eins og er. En auðvitað geta komið tilboð inn á borð sem að verður erfitt að hafna, en við sjáum hvað setur. Eina sem ég vona hvort sem að fari frá Swansea eða verði þar er að allt muni ganga vel hjá mér" sagði spánverjinn jákvæður.
Athugasemdir
banner
banner
banner