Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. maí 2017 11:30
Stefnir Stefánsson
Enski landsliðshópurinn - Rooney ekki valinn
Southgate valdi ekki Rooney
Southgate valdi ekki Rooney
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, var ekki valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Skotum og Frökkum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Rooney sem er 31 árs gamall hefur leikið 119 leiki fyrir þjóð sína, en hann hefur einungis byrjað fimmtán deildarleiki fyrir Manchester United á tímabilinu.

Þá kemur Kieran Trippier inn í hópinn í fyrsta skipti og á hann möguleika á að taka þátt í leikjunum í Glasgow og á Stade de France.

Þá snýr Jack Butland einnig aftur en hann hefur loksins jafnað sig á erfiðmmeiðslum.

Ross Barkley og Michael Keane gáfu ekki kost á sér vegna smávægilegra meiðsla.

Hópurinn í heildsinni:

Markverðir
Jack Butland (Stoke), Fraser Forster (Southampton), Joe Hart (Torino, á láni frá Man City), Tom Heaton (Burnley)

Varnarmenn
Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Liverpool), Aaron Cresswell (West Ham), Ben Gibson (Middlesbrough), Phil Jones (Man Utd), Chris Smalling (Man Utd), John Stones (Man City), Kieran Trippier (Tottenham), Kyle Walker (Tottenham)

Miðjumenn
Dele Alli (Tottenham), Eric Dier (Tottenham), Adam Lallana (Liverpool), Jesse Lingard (Man Utd), Jake Livermore (West Brom), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Raheem Sterling (Man City);

Sóknarmenn
Jermain Defoe (Sunderland), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Man Utd), Jamie Vardy (Leicester).
Athugasemdir
banner