fim 25. maí 2017 22:58
Elvar Geir Magnússon
Logi átti að lýsa leiknum áður en hann var ráðinn
Logi og Tómas að lýsa fyrir Stöð 2 Sport.
Logi og Tómas að lýsa fyrir Stöð 2 Sport.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn stýrir Logi Ólafsson sínum fyrsta leik eftir að hann var ráðinn þjálfari Víkings R. í Pepsi-deildinni eftir að Milos Milojevic sagði upp.

Víkingar mæta KA fyrir norðan á Akureyri klukkan 14 á laugardag.

Það var planið hjá Loga að fara á leikinn áður en Víkingar höfðu samband en Logi átti að lýsa leiknum ásamt Tómasi Þór Þórðarsyni á Stöð 2 Sport. Tómas greindi frá því á Twitter.

Logi hefur undanfarin ár verið einn helsti sérfræðingur 365 miðla um Pepsi-deildina og var hann í Pepsi-mörkunum. Ekki hefur verið opinberað hver muni fylla hans skarð í þættinum.

Logi skrifaði undir samning við Víkinga út næsta tímabil.

Sjá einnig:
Logi Ólafs: Stend í ákveðinni þakkarskuld við félagið



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner