Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 26. maí 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Lið 6. umferðar í Pepsi kvenna: Þrjú lið með þrjá leikmenn
Arna Sif Ásgrímsdóttir er í vörninni.
Arna Sif Ásgrímsdóttir er í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bianca Sierra (til vinstri) er í vörninni.
Bianca Sierra (til vinstri) er í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fótbolti.net gerir Pepsi-deild kvenna góð skil í sumar. 6. umferðin fór í gær og í fyrradag. Nú er komið að því að opinbera lið umferðarinnar.

Þrjú lið eiga þrjá fulltrúa í liðinu að þessu sinni en það eru Þór/KA, Breiðablik og Valur.

Þór/KA heldur áfram á flugi en liðið er taplaust á toppnum. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir átti góðan dag í markinu í 3-1 sigri gegn gömlu félögunum í ÍBV. Bianca Sierra var góð í vörninni þar og Natalia Gomez öflug á miðjunni.

Breiðablik burstaði KR 6-0 en þar var sóknarlínan í stuði. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu og þær Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir áttu báðar góðan dag. Þorsteinn Halldórsson er þjálfari umferðarinnar eftir stórsigur Blika.

Valur var ekki í vandræðum gegn Grindavík en lokatölur þar urðu 5-1. Arna Sif Ásgrímsdóttir, Vesna Elísa Smiljkovic og Ariana Calderon voru bestar í liði Vals þar.

Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í 3-1 sigri á FH og Sara Rakel Hinriksdóttir átti flottan leik í vörn Hauka gegn Fylki. Haukar náðu þar í sitt fyrsta stig í sumar en lokatölur urðu 1-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner