Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. maí 2017 20:30
Dagur Lárusson
Mertesacker: Ég er tilbúinn
Per Mertesacker.
Per Mertesacker.
Mynd: Getty Images
Per Mertesacker, leikmaður og fyrirliði Arsenal, segist vera tilbúinn í úrslitaleik bikarins á morgun gegn Chelsea.

Per Mertesacker hefur ekki spilað mikið fyrir Arsenal á tímabilinu vegna meiðsla en hann segist algjörlega vita hvað hann sé að fara út í.

„Ég hef varla spilað í ár, en ég hef samt sem áður gert þetta í 15 ár þannig ég býst við því að ég viti alveg hvað ég er að fara út í”, sagði Mertesacker.

„Þetta er bara minn hugsunarháttur, sama hvað gerist á laugardaginn, þá mun ég vera tilbúinn. Ég skulda liðinu mína þjónustu. Ég vil vera algjörlega tilbúinn og þess vegna er ég að búast við 120 mínútna spil tíma og jafnvel vítaspyrnukeppni”.

Mikið hefur verið talað um Mertesacker í vikunni þar sem að hvorki Koscielny né Gabriel munu taka þátt í leiknum á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner