banner
   fös 26. maí 2017 22:30
Dagur Lárusson
Chamberlain: Hef horft mikið á Dani Alves
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade Chamberlain, leikmaður Arsenal, segir að hann hafi skoðað mikið af myndböndum af Dani Alves spila síðustu vikurnar.

Eftir að Arsene Wenger skipti um kerfi fyrir nokkrum vikum og fór í 3-4-3 kerfið þá hefur Chamberlain verið að spila sem vængbakvörður og því vildi hann læra af Dani Alves sem að spilar svipaða stöðu virkilega vel fyrir Juventus.

„Þegar ég horfi á lið sem að spila þetta kerfi þá horfi ég vængbakverðina. Ég hef litið á þær stöður sem þeir taka þegar hitt liðið er með boltann vegna þess að það er eitthvað sem ég þarf að bæta mig í”, sagði Chamberlain.

„Þegar ég hef horft á Dani Alves upp á síðkastið, þá hef ég tekið eftir því að hann leggur jafn mikla vinnu í sóknarleikinn og varnarleikinn. Ég læri vel af þannig leikmönnum.”

Chamberlain viðurkennir þó að hann líti ennþá á sig sem miðjumann og muni gera það áfram.

„Þegar ég hef fengið að spila á miðjunni í vetur, þá hefur mér líkað vel við það. Ég lít á mig sem miðjumann”,
Athugasemdir
banner
banner
banner