fös 26. maí 2017 19:58
Dagur Lárusson
Alexis og Chamberlain með á morgun - Mustafi tæpur
Mun Sanchez lyfta bikar á morgun?
Mun Sanchez lyfta bikar á morgun?
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez og Alex Oxlade-Chamberlain eiga báðir að vera tilbúnir fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea á morgun ef marka má fréttir að utan.

Báðir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli upp á síðkastið. Chamberlain meiddist gegn Southampton fyrir tveimur vikum og fyrst var óttast að tímabilið væri búið fyrir Englendinginn en svo var ekki.

Alexis Sanchez hefur verið að glíma við meiðsli á læri í nokkurn tíma en Wenger segir að Sanchez hafi alltaf viljað halda áfram og verður því með á morgun.

Mustafi og Kieran Gibbs eru hins vegar báðir tæpir fyrir leikinn en á morgun en Wenger mun taka lokaákvörðun með þá báða rétt fyrir leik á morgun. Eins og vitað er þá er Arsenal í miklu vandræðum með meiðsli á varnarmönnum og er búist við því að Per Mertesacker muni spila í hjarta varnarinnar á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner