Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. maí 2017 21:40
Dagur Lárusson
Inkasso: Fram með dramatískan sigur
Brynjar kom með svakalega innkomu.
Brynjar kom með svakalega innkomu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tveir leikir fóru fram í Inkasso-deildinni í kvöld og voru það viðureignir Gróttu og Þróttar á Seltjarnarnesi og Fram og ÍR.

Í leik Gróttu og Þróttar R. voru það Þróttarar sem að byrjuðu betur og náðu þeir forystunni á 9. mínútu leiksins með marki frá Sveinbirni Jónassyni. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum skoraði Sveinbjörn sitt annað mark í leiknum á 66. mínútu og Þróttarar því komnir í 2-0 og rúmar tuttugu mínútur eftir af leiknum.

Þróttur hélt áfram að sækja og skoruðu þeir þriðja mark sitt á 93. mínútu og var þar að verki Ólafur Hrannar Kristjánsson

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum í leik Fram og ÍR og var staðan því markalaus í hálfleik.

Á 63. mínútu leiksins komust ÍR-ingar yfir með marki frá Jónatan Hróbjartssyni. Jónatan var einn og óvaldaður í teig Frammara þegar sending frá hægri kom inná teig og Jónatan gat lítið annað gert en sett boltann í netið.

Allt virtist stefna í mikilvægan sigur ÍR-inga en Ivan Bubalo var ekki á þeim buxunum og jafnaði fyrir Fram á 82. mínútu.

Fram var hins vegar ekki búið að segja sitt síðasta því að í uppbótartíma kom Brynjar Kristmundsson inná og skoraði sigurmark leiksins aðeins mínútu seinna. Þvílík innkoma hjá Brynjari sem tryggði liðinu sínu þrjú stig.

Grótta 0-2 Þróttur R.
1-0 Sveinbjörn Jónasson (9´)
2-0 Sveinbjörn Jónasson (66´)
3-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson (93´)

Fram 2-1 ÍR
0-1 Jónatan Hróbjartsson (63´)
1-1 Ivan Bubalo (82´)
2-1 Brynjar Kristmundsson (90´)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner