Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. maí 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Norwich fær stjóra frá Dortmund (Staðfest)
Daniel Farke.
Daniel Farke.
Mynd: Getty Images
Daniel Farke hefur verið ráðinn stjóri Norwich í ensku Championship deildinni.

Farke var síðast þjálfari varaliðs Borussia Dortmund en hann tók við þar árið 2015. Farke tók þá við varaliði Dortmund af David Wagner sem er í dag stjóri Huddersfield.

Farke tekur við Norwich af Alex Neil sem var rekinn í mars.

Edmund Riemer, aðstoðarmaður Farke, segir að þeir félagar séu líkari Thomas Tuchel en Jurgen Klopp þegar enskir fjölmiðlar spurðu hann út í samanburð við þjálfara hjá Dortmund.

Norwich endaði í 8. sæti í Chamipionship deildinni á nýliðnu tímabili og missti af sæti í umspili.
Athugasemdir
banner