Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. maí 2017 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cahill: Að vinna titla er fíkn
Mynd: Getty Images
Gary Cahill hefur unnið alla titla sem hafa verið í boði með Chelsea undanfarin fimm ár og verður fyrirliði gegn Arsenal í úrslitaleik FA bikarsins í dag.

Cahill var næstum því genginn til liðs við Arsenal á sínum tíma en ekkert varð úr því og segist miðvörðurinn vera orðinn háður því að vinna titla.

„Ég var næstum farinn til Arsenal, það var ágreiningur um kaupverð, ekkert sem tengdist mér," sagði Cahill, sem er enn ein stórstjarnan sem Arsenal keypti næstum því.

„Eftir það kom Chelsea inn í myndina og að vinna titla varð í raun að fíkn. Þegar þú færð þessa tilfinningu sem fylgir því að vinna titil viltu bara gera það aftur og aftur.

„Fyrir utan fjölskylduna og að sjá börnin mín fæðast, þá eru titlarnir bestu stundir lífs mins.

„Fólk segir við mig að FA bikarinn hafi tapað sjarmanum sínum og enginn vilji vinna þennan bikar lengur. Það er kjaftæði, þetta er besti bikar sem maður getur unnið!"

Athugasemdir
banner
banner
banner