Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. maí 2017 14:54
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Wenger: Enginn á skilið að þola það sama og ég
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger segist vera sár yfir þeirri meðhöndlun sem hann hefur þurft að sæta á tímabilinu.

Hávær hópur stuðningsmanna Arsenal vill losna við Wenger, sem hefur ekki unnið annað heldur en FA bikarinn síðasta áratug, og segist stjórinn aldrei ætla að gleyma hvernig farið hefur verið með sig.

„Mér finnst allt í lagi að vera gagnrýndur, ég er jú í opinberu starfi fyrir risastórt félag sem á sér fjölda stuðningsmanna um allan heim," sagði Wenger við BBC Sport fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Chelsea.

„Það er samt munur á því að vera gagnrýndur og því hvernig hefur verið farið með mig. Engin manneskja á skilið að þola það sem ég hef þurft að þola á tímabilinu. Ég mun aldrei samþykkja þetta og virðingarleysið sem ég hef fengið frá sumum er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma."

Wenger getur unnið sinn sjöunda FA bikar með sigri í dag en það breytir því ekki að Arsenal komst ekki í Meistaradeildina í fyrsta sinn í 20 ár.

Samningur Wenger rennur út í sumar og verður framtíð hans ákveðin á mánudaginn.
Athugasemdir
banner