Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 28. maí 2017 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Indriði Sig: Sofnuðum á verðinum
Indriði Sigurðsson var í hjarta varnarinnar í kvöld.
Indriði Sigurðsson var í hjarta varnarinnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR í Pepsi-deild karla, var svekktur með að fá aðeins eitt stig út úr rimmunni gegn FH í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 FH

KR-ingar stjórnuðu leiknum gegn FH og voru að skapa sér fleiri færi á meðan FH-ingar fengu fá færi og nýttu þau.

Gunnar Nielsen var öflugur í markinu hjá FH og þegar uppi var staðið skiptu liðin stigunum á milli sín.

„Miðað við frammistöðuna og sénsana þá hefðum við átt að taka þetta," sagði Indriði.

„Það var eitthvað sem við bjuggumst við. Þeir eru búnir að vera að skipta og hafa verið að ströggla í 3-4-3 og þekkja hitt mikið betur, þannig við vorum búnir undir þetta."

„Þetta eru aulamörk. Við sofnuðum á verðinum og það gerist þegar þú ert að stjórna leiknum og mikið með boltann. Við þurfum að laga það og ég hef engar áhyggjur af því."

„Seinna markið er fast leikatriði og við þurfum að laga það. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því og ef við erum að spila vel þá erum við að fara að ná í fullt af punktum."


Eins og áður segir var KR að skapa sér mörg færi en gekk illað nýta þau. Indriði segir að sigrarnir komi til með að skila sér á endanum.

„Er þetta ekki annar leikurinn í röð þar sem markvörðurinn er einn af betri mönnum leiksins? Við erum að gera eitthvað rétt og ef við höldum svona áfram þá mun þetta detta og eftir því sem líður á sumarið verðum við bara betri og betri."

„Við erum búnir að vera drullusvekktir eftir að við töpuðum fyrsta leik. Eigum tvo góða leiki sem við vinnum en okkur finnst að við ættum frekar að vera með fjögur stig heldur en eitt stig út úr síðustu leikjum."


Varnarlínan hjá KR hefur þó verið afar öflug og er liðið að stjórna sínum leikjum vel.

„Ef þú kíkir á ball possession hjá okkur í leikjunum sem við erum að spila þá erum við að stjórna flestu leikjunum. Það er trickið að detta ekki í þessa gildru að vera með boltann og skapa lítið af sénsum en mér finnst við vera að skapa fullt af sénsum og þeir eru að fara að detta," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner