Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. maí 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Markaðurinn opinn á ný
Stjarnan heimsækir FH.
Stjarnan heimsækir FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjötta árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir Draumaliðsleik í Pepsi-deild karla. Líkt og í fyrra er harðfiskvinnslan Eyjabiti aðalstyrktaraðili deildarinnar sem rekin er af Fóbolta.net í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta eins og síðustu ár.

Í gær lauk 5. umferð deildarinnar með fjórum leikjum og nú ættu allir að vera komnir með sín stig í Draumaliðsdeildinni.

Þar sem umferðinni er lokið hefur verið opna fyrir leikmannamarkaðinn á nýjan leik fyrir næstu umferð.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Hægt er að gera breytingar á sínu liði til kl. 16 sunnudaginn 4. júní næstkomandi, en þá er klukkustund í fyrsta leik næstu umferðar. Þess má til gamans geta að það er leikur Vals og ÍBV að Hlíðarenda.

Leikir umferðarinnar:

Sunnudaginn 4. júní
17:00 Valur - ÍBV (Valsvöllur)
20:00 FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

Mánudaginn 5. júní
17:00 Víkingur Ó. - KA (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 ÍA - Breiðablik (Norðurálsvöllurinn)
19:15 KR - Grindavík (Alvogenvöllurinn)
20:00 Víkingur R. - Fjölnir (Víkingsvöllur)

Eyjabiti er aðalstyrktaraðili leiksins í ár. Eyjabiti er harðfiskvinnsla sem er staðsett á Grenivík.
Athugasemdir
banner
banner