Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 29. maí 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Rautt og tap í úrslitum á laugardag - Gifting á sunnudag
Moses svekktur á laugardaginn.
Moses svekktur á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Victor Moses fékk rauða spjaldið þegar Chelsea tapaði 2-1 gegn Arsenal í bikarúrslitum á laugardaginn. Moses fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap í í stöðunni 1-0.

Moses átti gott tímabil með Chelsea eftir að hafa loksins fest sig í sæti í byrjunarliðinu.

Endirinn á tímabilinu var erfiður en Moses þurfti að vera fljótur að gleyma vonbrigðunum því hann var að gifta sig í gær.

„Stjórinn hefur sýnt honum mikið traust á þessu tímabili og hann hefur staðið sig frábærlega. Við reynum að rífa hann upp," sagði John Terry fyrirliði Chelsea eftir leikinn á laugardag.

„Hann hefur staðið sig stórkostlega allt tímabilið svo við kennum honum ekki um. Þetta er eitt af því sem getur gerst. Þetta er bara svekkjandi."
Athugasemdir
banner
banner