Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. maí 2017 10:45
Magnús Már Einarsson
Þrenna Tryggva: Frábær skemmtun en ömurleg úrslit
Mynd: Fótbolti.net
Hafsteinn Briem fékk sitt annað rauða spjald í sumar gegn ÍA.
Hafsteinn Briem fékk sitt annað rauða spjald í sumar gegn ÍA.
Mynd: Raggi Óla
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar verður hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér má sjá það sem vakti athygli Tryggva í fimmtu umferðinni um helgina.

Lykilmaður missir marga leiki út í fyrsta þriðjungi
Það er varla hægt að segja að Hafsteinn Briem sé að taka virkan þátt í fyrsta þriðjungi Íslandsmótsins. Það er ekki hægt að segja að hann hafi spilað í fyrstu umferð því hann var rekinn út af á 14. mínútu. Hann spilar ekki í annarri umferð út af leikbanni en hann spilar í þriðju og fjórðu umferð og þá gengur Eyjamönnum vel. Í fimmtu umferð um helgina fær hann rauða spjaldið og klárar ekki leikinn. Það þýðir að hann þarf að sitja hjá í sjöttu og sjöundu umferð. Inn í það kemur landsleikjahlé og það eru þrjár vikur í næsta deildarleik hans. Þetta er að sjálfsögðu slæmt fyrir ÍBV liðið og einnig Hafstein sjálfan upp á leikform að gera. Að það sé komið svona langt inn í mótið án þess að hann sé virkur er ekki gott fyrir hann né liðið.

Enginn fór hress heim
Leikur KR og FH var frábær skemmtun og góður leikur. Hins vegar er ömurlegt fyrir bæði lið að þurfa að skipta með sér stigunum. Þetta gerir voðalega lítið fyrir liðin sem ætluðu sér bæði að vera á toppnum. FH er áfram í 8. sætinu eftir þessi úrslit og KR er í 5. sætinu. Þetta var góð skemmtun en ég held að enginn úr þessum liðum hafi farið hress heim með eitt stig eftir leikinn í gærkvöldi.

Glaðir Grindvíkingar
Þetta var frábær sigur Grindvíkinga á Valsmönnum. Þetta kom kannski mörgum á óvart þar sem Valur hefur verið á flugi. Grindavík hefur spilað vel líka og þetta var alvöru test á nýliðana. Þeir voru klókir og fastir fyrir. Reyndar fengu þeir markið svolítið gefins en þeir héldu hreinu gegn liði sem hefur skorað svolítið. Það er leikgleði og mikil samvinna í liðinu. Það er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Andri Rúnar er síðan á skýi og það gengur allt upp hjá honum. Maður þekkir þessa tilfinningu sem framherji, þegar allt virðist fara inn hjá manni. Það er spurning hvað þetta tímabil verður lengi hjá honum. Grindvíkingar eru búnir að koma sér vel fyrir í þriðja sætinu og hanga í Stjörnunni og Val. Það eru ár og dagar síðan maður hefur séð Grindavík svona ofarlega í töflunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner