mán 29. maí 2017 11:00
Fótbolti.net
Hófið - Sannur alki og Bóas tekur dabið
Uppgjör 5. umferðar
Skemmtileg mynd úr leik ÍBV og ÍA.
Skemmtileg mynd úr leik ÍBV og ÍA.
Mynd: Raggi Óla
Góð umferð fyrir Milos.
Góð umferð fyrir Milos.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mafían mætti í Vesturbæinn.
Mafían mætti í Vesturbæinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net
Gunnleifur handsamar knöttinn.
Gunnleifur handsamar knöttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það er hefði fyrir því hér á Fótbolta.net að halda lokahóf eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla. Þér er að sjálfsögðu boðið.

Það jákvæða við umferðina: Óvæntu úrslitin halda áfram að hrynja inn. Það bjuggust fáir við þessari niðurstöðu í Grindavík. Svo eru flautumörkin að gera gott mót.

Það neikvæða við umferðina: Áhorfendur á leik Grindavíkur og Vals voru 699, svipaður fjöldi og á ÍBV - ÍA. Valsmenn voru á toppnum og Grindavík hefur komið skemmtilega á óvart. Skamm á stuðningsmenn þessara liða að ná ekki í þriggja stafa tölu!

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Á stórleik KR og FH í Frostaskjólinu. 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Bæði lið voru þó ekki brosandi eftir leik því stigið gerir ekki mjög mikið.

EKKI lið umferðarinnar:


Tungumálaörðugleikar umferðarinnar:
„Ég tala serbnesku, íslensku og ensku en hann talar bara á ensku. Kannski er erfitt að skilja mig. Ég tek ekki hausinn af honum fyrir þetta."


Ummæli umferðarinnar: „Við erum með alka í brúnni [Óli Stefán er óvirkur alkahólisti] þannig við tökum bara einn leik fyrir í einu eins og sönnum alka sæmir," sagði Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, í skemmtilegu viðtali eftir sigurinn gegn Val.

Danskir dagar á bekknum: Þrír Danir voru á bekknum hjá Valsmönnum.

Þessir fengu sér pizzu: Veigar Páll, leikmaður FH, kallaði á Indriða, fyrirliða KR, í miðju viðtali og spurði hvort hann ætlaði ekki að fá sér pizzu eftir viðtalið. Indriði svaraði því auðvitað játandi og fékk sér pizzu með fyrrum liðsfélaga sínum.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Grindavík var spáð 6. sæti í Inkasso-deildinni í fyrra en komst upp í efstu deild. Fyrir tímabilið núna var Grindavík spáð falli en er í þriðja sæti. Óli Stefán Flóventsson fær Heiðursverðlaunin.

Skammarverðlaun umferðarinnar: Stuðningsmenn Fjölnis fyrir færsluna um Sigga Dúllu á Twitter.


Besti dómarinn: Þóroddur Hjaltalín dæmdi Breiðablik - Víking Ó. mjög vel.

Dómaramistökin: Jóhann Gunnar Guðmundsson aðstoðardómari lét Þorvald Árnason dómara færa brot fyrir utan teig eftir að Þorvaldur dæmdi Valsmönnum víti. Brotið hélt áfram inn í teiginn og hefði verið rétt hjá Þorvaldi að dæma víti eins og hann ætlaði að gera fyrst. Vond afskipti hjá Jóhanni.

Þú verður að sjá mörkin: Arnar Már Guðjónsson og Albert Hafsteinsson skoruðu geggjuð mörk fyrir ÍA gegn ÍBV. Smelltu hér til að sjá mörkinþ

DAB umferðarinnar: Bóas.


Þið eigið lokaorðið... #fotboltinet





Athugasemdir
banner
banner