mán 29. maí 2017 23:00
Elvar Geir Magnússon
Ter Stegen skrifar undir nýjan samning við Barcelona
Ter Stegen.
Ter Stegen.
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmarkvörðurinn Marc-Andre Ter Stegen hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona til júní 2022.


Ter Stegen kom til Barcelona frá Borussia Mönchengladbach og þurfti að sætta sig við að vera varamarkvörður til ða byrja með þó hann væri númer eitt í Meistaradeildinni og spænska Konungsbikarnum.

Á þessu tímabili varð hann svo aðalmarkvörður hjá Luis Enrique eftir að Claudio Bravo fór til Manchester City.

Hann hefur spilað 93 opinbera leiki fyrir Barcelona, vinna La Liga tvisvar, lyfta bikarnum þrisvar og vinna Meistaradeildina með Katalóníurisanum.

Ter Stegen er í þýska landsliðshópnum fyrir Álfukeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner