Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 30. maí 2017 11:20
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Eðlilega var hiti í mönnum
Leikmaður 4. umferðar - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Stefán Birgir er leikmaður umferðarinnar.
Stefán Birgir er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðra umferðina í röð er leikmaður Njarðvíkur valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deild. Að þessu sinni er það Stefán Birgir Jóhannesson sem átti frábæran leik þegar Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 7-2 útisigur gegn Fjarðabyggð.

Stefán Birgir var öflugur á miðjunni, bæði varnarlega og sóknarlega. Stefán kom að nokkrum af mörkunum og skoraði það fyrsta.

„Þetta var skemmtilegur leikur. Það er mjög sterkt að fara austur og sækja þrjú stig og að gera það svona sannfærandi. Þetta var hörkuleikur en okkur tókst loksins í þessum leik að klára færin okkar, það hefur vantað svolítið hjá okkur upp á síðkastið. Snorri þjálfari tók góða slútt æfingu á föstudaginn og það virðist hafa skilað sér," segir Stefán.

Rauða spjaldið fór þrívegis á loft í leiknum. Fjarðabyggð endaði leikinn með níu menn á vellinum og þjálfarinn var einnig kominn upp í stúku.

„Það var hiti í mönnum og það er kannski eðlilegt. Fjarðabyggð var að frumsýna glæsilega stúku og vildu eðlilega gefa sínu fólki sigur. Það er líka oft þannig að þegar að illa gengur þá er stutt í pirringinn og ég skil það mjög vel. Þeir eru með flott lið sem á bara eftir að slípast betur saman og verða betra eftir því sem líður á mótið, það er engin spurning," segir Stefán.

Njarðvík hefur náð í átta stig, er einu stigi frá öðru sætinu og tveimur stigum frá toppnum.

„Ég held að við getum verið nokkuð sáttir. Freyr Alexandersson og Davíð Snorri kenndu mér það á sínum tíma að maður þyrfti að fá að meðaltali 2 stig út úr hverjum leik til þess að komast upp um deild, svo samkvæmt þeirra formúlu þá erum við á pari. Við nögum okkur samt alveg í handabökin að hafa ekki klárað fyrstu tvo leikina en 8 stig eftir 4 leiki er bara flott."

„Mér finnst deildin fara vel af stað, mikið af flottum liðum í ár og deildin virðist vera jafnari en síðustu ár miðað við þessa fyrstu leiki og það er bara vel. Allir að týna stig af öllum og þannig viljum við hafa það. Við þurfum bara að einbeita okkur að því að einum leik í einu, reita stig og einbeita okkur að okkar markmiðum," segir Stefán en Njarðvík mætir Aftureldingu sem er í öðru sæti á heimavelli sínum á föstudag.

„Það verður hörkuleikur og það verður gaman að taka á þeim. Afturelding hefur verið nálægt þessu síðustu ár og eru alltaf sterkir. Þetta verður skemmtilegur leikur, á okkar heimavelli og þar fæst ekkert gefins. Við verðum klárir."

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner