Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 30. maí 2017 11:45
Elvar Geir Magnússon
Southgate ræddi ekki við Rooney
Rooney hefur skorað 53 mörk í 119 landsleikjum.
Rooney hefur skorað 53 mörk í 119 landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist ekki hafa rætt við Wayne Rooney áður en hann tilkynnti um landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Skotlandi og Frakklandi í júní.

Rooney er markahæsti leikmaður Englands frá upphafi en var ekki valinn í hópinn. Hann byrjaði aðeins 15 deildarleiki fyrir Manchester United á þessu tímabili.

Southgate rökstuddi val sitt á þann einfalda hátt að aðrir leikmenn væru einfaldlega búnir að vera betri en Rooney.

„Ég hef ekki hugmynd um hvar framtíð Wayne liggur, hvort það sé hjá Manchester United. Hann þarf að taka stórar ákvarðanir í sumar. Þú vilt að leikmenn þínir taki þátt í eins stórum leikjum og mögulegt er," segir Southgate.

„Vonandi fer hann aftur að spila vel, það er ekki hægt að útiloka hann frá leikjum í framtíðinni."

Talið er líklegt að Gary Cahill eða Joe Hart verði með fyrirliðabandið í komandi leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner