Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 30. maí 2017 11:53
Elvar Geir Magnússon
Mirror: Nýr samningur Wenger formlega kynntur á morgun
Wenger með bikarinn.
Wenger með bikarinn.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að Arsene Wenger muni í dag samþykkja nýjan tveggja ára samning við Arsenal. Samkvæmt heimildum blaðsins verður samningurinn formlega kynntur á morgun.

Stan Kroenke, sem á meirihluta í Arsenal, hefur alltaf verið mikill aðdáandi Wenger og sýnt honum stuðning.

Wenger er 67 ára og hefur haldið um stjórnartaumana hjá Arsenal síðan 1996.

Hann er umdeildur en jákvæðnin í hans garð varð meiri eftir að Arsenal vann FA-bikarinn.

Mirror segir að Arsenal ætli einnig að gera lokatilraun til að halda Alexis Sanchez og Mesut Özil, með því að bjóða þeim samtals 30 milljónir punda í árslaun. Sanchez og Özil hafa ekki viljað skrifa undir nýja samninga.

Bayern München og Manchester City vilja fá Sanchez en áhuginn á Özil hefur ekki verið eins mikill.
Athugasemdir
banner
banner