Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 11. júní 2017 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Ísland með ótrúlegan sigur á Króatíu
Icelandair
Hörður Björgvin gerði sigurmarkið!
Hörður Björgvin gerði sigurmarkið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 0 Króatía
1-0 Hörður Björgvin Magnússon ('90)
Lestu meira um leikinn

Ótrúlegur sigur Íslands gegn Króatíu var niðurstaðan á fallegu sumarkvöldi í Laugardalnum í kvöld! Sigurinn var dramatískur.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í I-riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi í næsta sumar. Fyrir leikinn var Króatía á toppnum í riðlinum, en Ísland var þremur stigum á eftir.

Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og pressuðu Króatana stíft til að byrja með. Þeir króatísku eru hins vegar engir aukvissar og þeir náðu hægt og bíta að vinna sig inn í leikinn.

Gestirnir náðu nokkrum sinnum að skapa sér hættu, þó engin dauðafæri. Það var ekkert mark skorað í fyrri hálfleiknum.

Króatar fengu fínt færi í upphafi seinni hálfleiksins, en skot Nikola Kalinic fór fram hjá. Króatar voru betri til að byrja með í seinni hálfleiknum, en þegar leið á þá tók íslenska liðið völdin.

Gylfi Sigurðsson fékk fínt færi á 87. mínútu, en Vida í vörn Króata henti sér fyrir skot hans. Stuttu seinna átti Birkir Már Sævarsson flotta fyrirgjöf á Jóhann Berg Guðmundsson, en Kalinic í marki Króata varði. Ísland fékk hornspyrnu í kjölfarið...

Úr hornspyrnunni kom svo markið! Það gerði Hörður Björgvin Magnússon, sem átti skínandi leik. Hann kom inn í liðið og skoraði sigurmarkið og kórónaði frábæran leik sinn. Magnaður sigur Íslands niðurstaðan á eins og áður segir fallegu sumarkvöldi.

Lokatölur 1-0 fyrir Ísland sem fer upp að hlið Króatíu á toppi riðilsins. Möguleikar okkar á farseðli til Rússlands jukust til muna!
Athugasemdir
banner
banner
banner