Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   fös 11. mars 2005 06:24
Hafliði Breiðfjörð
Valur leikur í Puma í sumar
Valsmenn tilkynntu á blaðamannafundi í gærkvöld að þeir muni leika í nýjum Puma búningum á næstu leiktíð. Nýju búningarnir eru hinir glæsilegustu.

Allir flokkar og bæði fótbolta og handboltalið Vals munu leika í Puma búningunum sem líklega verða meðal þeirra flottustu í deildinni. Nýjung er í þessum búningum sem er að sérstakt karla og kvennasnið verður á búningunum sem gerðir þá enn flottari útlitslega. Á myndinni hér að neðan má sjá leikmenn karla og kvennaliðs Vals stilla sér upp í nýju búningunum í gærkvöld.


Athugasemdir
banner