Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. júní 2017 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 8. umferðar í Pepsi kvenna: Átta marka framlína
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA heldur sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 sigur á Grindavík í 8. umferð.

Í liði 8. umferðarinnar eru þrír hægri bakverðir sem halda vörninni saman en fimm lið eiga fulltrúa að þessu sinni. ÍBV flesta eða þrjá talsins eftir 5-0 sigur á Fylki á útivelli.



Ingibjörg Valgeirsdóttir hélt hreinu í marki KR gegn botnliði Hauka í 2-0 sigri liðsins þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði laglegt mark og átti góðan leik á miðjunni.

Hlín Eiríksdóttir var best á vellinum í 4-0 sigri Vals á FH á Valsvellinum. Þar skoraði Elín Metta Jensen tvívegis.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins í sigri Breiðabliks á Stjörnunni í stórleik umferðarinnar. Mark af dýrari gerðinni. Hildur Antonsdóttir var hinsvegar límið á miðjunni og átti góðan leik.

Sandra María Jessen var á eldi í 5-0 sigri Þórs/KA á Grindavík. Hún skoraði þrennu og lagði upp eitt. Hulda Björg Hannesdóttir heldur uppteknum hætti og er í liði umferðarinnar, ekki í fyrsta sinn.

Í Árbænum gerði Cloe Lacasse sér lítið fyrir og skoraði fernu, þó ekki mjólkurfernu í 5-0 sigri á Fylki. Arienne Jordan og Kristín Erna Sigurlásdóttir voru stóðu fyrir sínu í leiknum.

Þjálfari umferðarinnar er Þorsteinn Halldórsson sem stýrði Blikum í sigri gegn Stjörnunni. Taktískur sigur þar sem varnarleikur Breiðabliks var frábær í öllum leiknum. Liðið var greinilega vel undirbúið fyrir leik Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner