Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. júní 2017 10:32
Elvar Geir Magnússon
FH fer til Færeyja eða Kosóvó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Íslandsmeistarar FH munu mæta Víkingi frá Götu í Færeyjum eða Trepça '89 frá Kosóvó í forkeppni Meistaradeildarinnar en dregið var rétt í þessu í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

FH á fyrri leikinn á heimavelli 11. eða 12. júlí og svo verður seinni leikurinn ytra viku síðar.

FH kemur inn í 2. umferð forkeppninnar en liðið náði naumlega að vera í efri styrkleikaflokki í drættinum.

Víkingur og Trepça '89 leika í 1. umferðinni og mun sigurvegarinn úr því einvígi mæta FH. Liðin eigast við 27. eða 28. júní og leika svo seinni leikinn á hemavelli.

Með því að vera í efri styrkleikaflokki var ljóst að FH myndi sleppa við Celtic, Legia Varsjá, Malmö og Rosenborg meðal annars.

Matthías Vilhjálmsson og félagar í norska meistaraliðinu Rosenborg munu mæta Dundalk frá Írlandi. Dundalk sló FH-inga úr keppninni í fyrra.

Á eftir kemur í ljós hverjir verða mótherjar KR, Stjörnunnar og Valsmanna í undankeppni Evrópudeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner