Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. júní 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pires: Arsenal þarf að eyða peningum
Pires ræðir við sinn fyrrum stjóra, Arsene Wenger.
Pires ræðir við sinn fyrrum stjóra, Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að það sé kominn tími á það að að sitt gamla félag eyði peningum. Hann telur að það sé nauðsynlegt ef Arsenal ætlar sér að gera eitthvað á næsta tímabili.

Pires telur að Kylian Mbappe, leikmaður Mónakó, myndi passa vel í lið Arsenal, en hann myndi kosta félagið mikið.

Pires er fyrrum leikmaður Arsenal, en félagið hefur ekki unnið enska titilinn síðan hann fór. Hann telur að það geti breyst ef það gerir stóra hluti í sumar, á leikmannamarkaðnum.

„Til þess að kaupa leikmenn, þá þarftu að eyða miklum pening - og af hverju ekki?" sagði Pires hress.

„Fyrsta markmiðið er að lyfta titli í lok tímabilsins."

Mbappe, sem sló í gegn með Mónakó, hefur verið orðaður við Arsenal í sumar.

„Kylian Mbappe er mjög góður, en hann er líka mjög, mjög dýr," sagði Pires um þennan 18 ára gamla leikmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner